Ranglega handtekin á grundvelli gervigreindarforrits Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2023 14:31 Gervigreindarforrit eru notuð í sífellt meira mæli af lögreglunni í Bandaríkjunum til að bera kennsl á og finna fólk sem brýtur af sér og næst á mynd. Í öllum þeim tilvikum sem vitað er um, þar sem lögreglan handtók ranga manneskju, hefur verið um blökkufólk að ræða. Getty Images Rúmlega þrítug kona var handtekin fyrir að stela bíl og ógna eigandanum með byssu, eftir að gervigreindarforrit bar kennsl á konuna með hjálp mynda úr eftirlitsmyndavél. Gervigreindin gleymdi því hins vegar að konan var komin 8 mánuði á leið en ræninginn bar ekki barn undir belti. Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira