Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 09:11 JP Mayoga (t.h.) og Makalea Ahhee, kona hans (t.v.) hugga hvort annað á svölum hótels nærri Lahaina. Ferðamenn hafa verið hvattir til að halda sig þaðan. Fjöldi hótela er nú notaður til þess að hýsa íbúa sem hafa misst heimili sín og björgunarlið. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06
Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14