Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 11:42 Kona sem er kominn á steypirinn býr sig undir að yfirgefa Hay River í Norðvesturhéruðum ásamt fjölskyldu sinni. Stór hluti íbúa fylkisins hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. AP/Jason Franson/The Canadian Press Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira