Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 07:17 Yfirmaður almannavarna á Maui, Herman Andaya, hefur sagt af sér í skugga skandals. AP/Mike Householder Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra. Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra.
Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11