FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 12:20 Fimleikafélag Akureyrar er með aðstöðu í íþróttamiðstöð Giljaskóla á Akureyri. Já.is Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september. Akureyri Fimleikar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september.
Akureyri Fimleikar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira