Leikarinn keypti efnið af Cartagena í september árið 2021 á götunni í Williamsburg hverfinu í Brooklyn í New York. Hann lést einungis örfáum klukkustundum síðar í íbúð sinni í hverfinu. Myndbandsupptaka sýnir Cartagena selja leikaranum efnið.
Williams er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Omar Little í HBO þáttunum The Wire. Þættirnir voru sýndir árin 2002 til 2008. Þá lék Williams einnig í þáttum eins og Boardwalk Empire.
Cartagena var gefið að sök að hafa vitað að ekki væri í lagi með heróínið sem hann seldi leikaranum. Hann hafi selt fleiri manneskjum efnið og vitað að þau hafi látist vegna þess. Sjálfur játaði Cartagena sök og sagðist sjá eftir öllu saman.