Ólöf Kristín Sívertsen formaður Ferðafélags Íslands og Pétur Óskarsson eigandi Kötlu Travel skiptast á skoðunum um uppbyggingu, vernd og aðgengi. Hversu mikil má traffíkin vera áður en hálendið missir stóran hluta aðdráttarafls síns.
Gunnar Smári Egilsson, Björn Ingi Hrafnsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson ræða stöðuna í pólitíkinni frá ýmsum hliðum og spá í spilin í þjóðmálunum. Ríkisstjórn stendur veikt, mikil ólga í Sjálfstæðisflokknum og nú styttist í endanlega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um hvalveiðar, ákv. sem gæti haft afgerandi áhrif á framhaldið.
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra rökræða stöðu þess fólks sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en lent hefur á götunni. Hver ber ábyrgð á fólki sem hvorki getur farið eða verið?
Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.