Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 19:26 Skjáskot af upptöku úr öryggismyndavél á heimili Eric og Joan Meyer. Eric segir húsleit lögreglu hafa dregið móður sína til dauða. AP/Eric Meyer Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar. Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar.
Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira