„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 18:23 Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir leikinn í Norður-Makedóníu. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
„Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn