Fjalla um íslensku stelpuna sem fékk hitaslag en kom til baka og vann brons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 12:00 Bergrós Björnsdóttir ofhitnaði á fyrsta degi á heimsleikunum og það var mjög mikilvægt að kæla sig niður á milli krefjandi greina enda mikinn hiti úti. Móðir hennar náði þessari mynd af henni í ísbaði. @begga_bolstrari Íslenska CrossFit stelpan Bergrós Björnsdóttir er í sviðsljósinu hjá Morning Chalk Up vefnum í dag þar sem farið er vel yfir afrek hennar á heimsleikunum. Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up
CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31
Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01
Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01