Allir Íslendingarnir í báðum liðum voru í byrjunarliðunum í dag. Kolbeinn Finnsson var öflugur á vinstri vængnum hjá Lyngby og lék allan leikinn en landar hans fóru allir af velli á einhverjum tímapunkti. Patrick Mortensen skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu.
Leikurinn var hluti af 6. umferð deildarinnar. Lyngby sitja í 9. sæti af tólf liðum með sjö stig en AGF eru í 3. með ellefu.
Kampen er afbrudt pga tordenvejr #ksdh #agflbk
— AGF (@AGFFodbold) August 27, 2023