„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 21:38 Eiríkur Bergmann segir Svandísi í þröngri stöðu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira