Segir hringferðina um Ísland hafa breytt lífi sínu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2023 06:01 Yasmine varð fyrsta sádí-arabíska konan til að hjóla hringinn í sumar. Mynd/Aðsend Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera. Það tók Yasmine tæpar tvær vikur að fara allan hringinn og varð við það fyrsta sádí-arabíska konan til að klára ferðina. Hún segir hana hafa haft djúpstæð áhrif á sig. Hún kemur sjálf frá eyðimörk og segir mosann, fjöllinn og sjóinn hafa veitt henni öryggi. Ísland alltaf eini valkosturinn Hún segir að þegar hugmyndin hafi verið komin hafi hún aldrei litið aftur eða til annarra landa, eins og til dæmis Þýskalands eða Ítalíu, þar sem veðurfarið er aðeins betra. „Nú þegar ég hef lokið ferðinni veit ég að þetta átti að gerast. Þetta var dásamlegt ferðalag,“ segir hún en að á sama tíma hafi margt komið á óvart, og þá sérstaklega vindurinn. Hún segir náttúruna og veðrið ekki endilega hafa verið stærstu áskorunina, heldur hvað þau kölluðu fram í henni. „Það var vindur alla daga og þegar hann var mjög erfiður kallaði hann ýmislegt fram í mér. Ég held að það erfiðasta við ferðina hafi þannig ekki verið umhverfið, heldur hvað það kallaði fram í mér. Því þú verður að bregðast við. Það er brekka og það er vindur og það eru bílar að keyra. Þú getur ekki bara stoppað og á sama tíma kalla svona aðstæður á eitthvað innra með þér. Veggirnir fara að hrynja og þú verður að takast á við allt í lífi þínu,“ segir Yasmine og að þannig hafi hjólreiðarnar og náttúran aðstoðað hana við að komast að því hvernig henni leið með ýmislegt í sínu lífi. „Það var helsta áskorunin, en líka besta gjöfin og blessunin sem fylgdi þessari ferð.“ Yasmine segir stærstu eftirsjá ferðarinnar vera það hversu lítið hún í raun sá. Hún hafi verið að hjóla og ekki náð að stoppa til að njóta. Yasmine segir það hafa verið dásamlegt að hjóla ein um Ísland. Mynd/Aðsend „Ég var oft á tíðum mjög öfundsjúk út í vini mína sem fylgdu mér á bíl. Þau óku á undan mér og lögðu bílnum og gátu skoðað náttúruna og ýmsa staði á meðan ég var á stanslausri ferð,“ segir hún og að hana langi mikið að koma aftur til að njóta náttúrunnar betur. Ekki endilega markmiðið að hjóla hratt Hún tekur þó fram að á sama tíma og hún setti sér markmið um tíma var markmiðið ekki endilega að fara hratt yfir. Hún segir fyrstu fjóra dagana hafa verið erfiðasta, bæði vegna mikils halla en einnig vegna vindsins. Hún og teymið hennar voru þá orðin stressað að hún myndi ekki ná að klára á þeim tímaramma sem hún hafði sett sér. „Það varð okkur ljóst að ég myndi aldrei ná að sigrast á vindinum og að sú aðferð sem við höfðum verið að nota virkaði ekki,“ segir hún og að þá hafi þau verið að fylgja tímaplani sem miðaði við að vakna snemma og hjóla fram á kvöld. „Um leið og við byrjuðum að skoða betur landslagið og veðurspánna gekk okkur betur,“ segir hún og að sumar nætur hafi hún byrjað að hjóla klukkan tvö og aðra daga að kvöldi. „Þannig breyttum við hugarfari okkar í takt við náttúruöflin,“ segir Yasmine og að hún hafi lokið degi á undan áætlun og telji að það sé aðeins þessari hugarfarsbreytingu að þakka. Það var víða vindur en Yasmine lærði að vinna með honum. Mynd/Aðsend Hún segir aldrei hafa komið til greina að hætta og að það hafi verið dásamlegt að fá að njóta landsins í einveru. „Það besta við ferðina var frelsið til að vera nákvæmlega eins og ég er. Ég öskraði, grét, hló og hrópaði. Algert frelsi í miðjum óbyggðum. Alein og með allt sem ég þurfti til að lifa af. Það er svo sjaldgæft að upplifa svona augnablik.“ Ertu með skotheld ráð fyrir fólk sem ætlar að leggja í sama ferðalag? „Ég held að besta ráðið sé að búast við engu og vera undirbúin fyrir hvað sem er. Þjóðvegurinn er mjög sérstakur og það er gott að leyfa ferðalaginu að stjórna för. Nokkrir sögðu mér að ferðin um hringveginn hafi breytt lífi þeirra og ég átti svo erfitt með að trúa því. Hvernig gat eitt ferðalag haft svo mikil áhrif á marga. Það hljómar of gott til að vera satt. En núna skil ég hvað þau eiga við. Þessi ferð mun gjörbreyta lífi þínu.“ Hjólreiðar Sádi-Arabía Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. 15. júlí 2023 08:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Það tók Yasmine tæpar tvær vikur að fara allan hringinn og varð við það fyrsta sádí-arabíska konan til að klára ferðina. Hún segir hana hafa haft djúpstæð áhrif á sig. Hún kemur sjálf frá eyðimörk og segir mosann, fjöllinn og sjóinn hafa veitt henni öryggi. Ísland alltaf eini valkosturinn Hún segir að þegar hugmyndin hafi verið komin hafi hún aldrei litið aftur eða til annarra landa, eins og til dæmis Þýskalands eða Ítalíu, þar sem veðurfarið er aðeins betra. „Nú þegar ég hef lokið ferðinni veit ég að þetta átti að gerast. Þetta var dásamlegt ferðalag,“ segir hún en að á sama tíma hafi margt komið á óvart, og þá sérstaklega vindurinn. Hún segir náttúruna og veðrið ekki endilega hafa verið stærstu áskorunina, heldur hvað þau kölluðu fram í henni. „Það var vindur alla daga og þegar hann var mjög erfiður kallaði hann ýmislegt fram í mér. Ég held að það erfiðasta við ferðina hafi þannig ekki verið umhverfið, heldur hvað það kallaði fram í mér. Því þú verður að bregðast við. Það er brekka og það er vindur og það eru bílar að keyra. Þú getur ekki bara stoppað og á sama tíma kalla svona aðstæður á eitthvað innra með þér. Veggirnir fara að hrynja og þú verður að takast á við allt í lífi þínu,“ segir Yasmine og að þannig hafi hjólreiðarnar og náttúran aðstoðað hana við að komast að því hvernig henni leið með ýmislegt í sínu lífi. „Það var helsta áskorunin, en líka besta gjöfin og blessunin sem fylgdi þessari ferð.“ Yasmine segir stærstu eftirsjá ferðarinnar vera það hversu lítið hún í raun sá. Hún hafi verið að hjóla og ekki náð að stoppa til að njóta. Yasmine segir það hafa verið dásamlegt að hjóla ein um Ísland. Mynd/Aðsend „Ég var oft á tíðum mjög öfundsjúk út í vini mína sem fylgdu mér á bíl. Þau óku á undan mér og lögðu bílnum og gátu skoðað náttúruna og ýmsa staði á meðan ég var á stanslausri ferð,“ segir hún og að hana langi mikið að koma aftur til að njóta náttúrunnar betur. Ekki endilega markmiðið að hjóla hratt Hún tekur þó fram að á sama tíma og hún setti sér markmið um tíma var markmiðið ekki endilega að fara hratt yfir. Hún segir fyrstu fjóra dagana hafa verið erfiðasta, bæði vegna mikils halla en einnig vegna vindsins. Hún og teymið hennar voru þá orðin stressað að hún myndi ekki ná að klára á þeim tímaramma sem hún hafði sett sér. „Það varð okkur ljóst að ég myndi aldrei ná að sigrast á vindinum og að sú aðferð sem við höfðum verið að nota virkaði ekki,“ segir hún og að þá hafi þau verið að fylgja tímaplani sem miðaði við að vakna snemma og hjóla fram á kvöld. „Um leið og við byrjuðum að skoða betur landslagið og veðurspánna gekk okkur betur,“ segir hún og að sumar nætur hafi hún byrjað að hjóla klukkan tvö og aðra daga að kvöldi. „Þannig breyttum við hugarfari okkar í takt við náttúruöflin,“ segir Yasmine og að hún hafi lokið degi á undan áætlun og telji að það sé aðeins þessari hugarfarsbreytingu að þakka. Það var víða vindur en Yasmine lærði að vinna með honum. Mynd/Aðsend Hún segir aldrei hafa komið til greina að hætta og að það hafi verið dásamlegt að fá að njóta landsins í einveru. „Það besta við ferðina var frelsið til að vera nákvæmlega eins og ég er. Ég öskraði, grét, hló og hrópaði. Algert frelsi í miðjum óbyggðum. Alein og með allt sem ég þurfti til að lifa af. Það er svo sjaldgæft að upplifa svona augnablik.“ Ertu með skotheld ráð fyrir fólk sem ætlar að leggja í sama ferðalag? „Ég held að besta ráðið sé að búast við engu og vera undirbúin fyrir hvað sem er. Þjóðvegurinn er mjög sérstakur og það er gott að leyfa ferðalaginu að stjórna för. Nokkrir sögðu mér að ferðin um hringveginn hafi breytt lífi þeirra og ég átti svo erfitt með að trúa því. Hvernig gat eitt ferðalag haft svo mikil áhrif á marga. Það hljómar of gott til að vera satt. En núna skil ég hvað þau eiga við. Þessi ferð mun gjörbreyta lífi þínu.“
Hjólreiðar Sádi-Arabía Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. 15. júlí 2023 08:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. 15. júlí 2023 08:00