Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. september 2023 09:01 Micah segir Anahitu ekki vera með vatn eða mat og að hann óttist öryggi hennar um borð í hvalveiðiskipinu. Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“ Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“
Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39