Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 19:29 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent