Landsbankinn með 300 milljón evra útgáfu eftir að hafa setið af sér „storminn“

Landsbankinn lauk í gær sölu í fyrsta sinn frá nóvember 2021 á ótryggðum almennum skuldabréfum í evrum. Fjármálamarkaðir hafa verið þungir á undanförnum misserum en aðgengi og fjármagnskjör hafa batnað mikið á undanförnum mánuðum, segir framkvæmdastjóri hjá bankanum.