IFS lækkar verðmat Marels um tíu prósent en mælir með að halda bréfunum

IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu.