Stormurinn Daníel olli hamfaraflóðum í Dernu og víðar í austanverðri Líbíu á sunnudag. Flóðvatnið varð til þess að stíflur brustu og vatnselgurinn skolaði burt heilu hverfunum.
Othman Abduljaleel, heibrigðisráðherra í þeirri stjórn sem ríkir í Austur-Líbíu, segir AP-fréttastofunni að meira en helmingur þeirra tvö þúsund líka sem höfðu fundust í morgun hafi nú þegar verið grafin í fjöldagröfum í Derna. Enn er talið að tíu þúsund manns sé saknað.
Björgunarlið leggur nótt við dag í leit sinni að líkum sem liggja á víð og dreif úti á götum og undir húsarústum. Sum líkanna voru veidd upp úr sjónum.
Yfirvöld hafa flutt hundruð líka til nágrannabæja, þar á meðal 84 Egypta sem fórust í hamförunum. Tugir þeirra hafa verið send heim til Egyptalands þar sem byrjað var að greftra þau í gær.
Erfiðlega hefur genguð að koma alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum á hamfarasvæðið þar sem flóðin skemmdu eða eyðilögðu fjölda vega sem liggja að borginni. Neyðargögn byrjuðu að berast til Benghazi, um 250 kílómetra austur af Derna, í gær.
