Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. september 2023 07:19 Heimamenn í Derna leita að lífsmarki í rústunum. AP Photo/Yousef Murad Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. Borgarstjórinn Abdulmenam Al-Ghaithi segir að þetta mat sé byggt á eyðileggingunni sem orðið hafi á mörgum hverfum borgarinnar en hamfarirnar urðu í kjölfar mikils óveðurs sem leiddi til þess að tvær stórar stíflur brustu. Staðfest tala látinna er enn fimm þúsund manns en ljóst að fleiri en 10 þúsund er enn saknað. Björgunarlið er nú nýkomið til borgarinnar og ljóst að þeirra bíður mikið verk. Strönd borgarinnar er full af braki, búslóðum og ónýtum bílum, auk fjölda líka. Óttast er að sjúkdómar fari fljótlega að skjóta upp kollinum í borginni en fyrir hamfarirnar bjuggu 100 þúsund manns í Derna. Loftmyndir af Derna sýna glöggt hve eyðileggingin er gífurleg.Gerfihnattamynd ©2023 Maxar Technologies/AP Í Líbíu ríkir í raun borgarastríð og er landið með tvær ríkisstjórnir, aðra í höfuðborginni Trípólí en hina í austurhluta landsins. Stríðandi fylkingar hafa nú ákveðið að vinna saman að björgunarstörfum í Derna og hefur skólastarfi verið aflýst næstu tíu dagana hið minnsta, svo hægt sé að nota skóla sem húsaskjól fyrir þá sem misst hafa allt sitt. Náttúruhamfarir Líbía Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Borgarstjórinn Abdulmenam Al-Ghaithi segir að þetta mat sé byggt á eyðileggingunni sem orðið hafi á mörgum hverfum borgarinnar en hamfarirnar urðu í kjölfar mikils óveðurs sem leiddi til þess að tvær stórar stíflur brustu. Staðfest tala látinna er enn fimm þúsund manns en ljóst að fleiri en 10 þúsund er enn saknað. Björgunarlið er nú nýkomið til borgarinnar og ljóst að þeirra bíður mikið verk. Strönd borgarinnar er full af braki, búslóðum og ónýtum bílum, auk fjölda líka. Óttast er að sjúkdómar fari fljótlega að skjóta upp kollinum í borginni en fyrir hamfarirnar bjuggu 100 þúsund manns í Derna. Loftmyndir af Derna sýna glöggt hve eyðileggingin er gífurleg.Gerfihnattamynd ©2023 Maxar Technologies/AP Í Líbíu ríkir í raun borgarastríð og er landið með tvær ríkisstjórnir, aðra í höfuðborginni Trípólí en hina í austurhluta landsins. Stríðandi fylkingar hafa nú ákveðið að vinna saman að björgunarstörfum í Derna og hefur skólastarfi verið aflýst næstu tíu dagana hið minnsta, svo hægt sé að nota skóla sem húsaskjól fyrir þá sem misst hafa allt sitt.
Náttúruhamfarir Líbía Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira