Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 11:15 Það þykir áhyggjuefni að báðir ráðherrar séu horfnir af sjónarsviðinu, skýringalaust. epa/How Hwee Young Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu. Kína Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira