Í fyrsta þætti Bætt um betur heimsóttu Ragnar og Hanna Stína hjónin Ýr og Jón sem búa í fallegu húsi á Flötunum. Þau vildu hanna nýtt eldhús sem átti að taka mið að appelsínugulu eldavélinni sem setur mjög skemmtilegan svip á rýmið. Hanna Stína og Ragnar settu saman skemmtilegt „moodboard“ fyrir verkefnið sem

Mjúkir litir á móti terrazzo gólfi
Terrazzo flísar á gólfi og borðplötum eru frá Mood Interiors. Mjúkir litir eru í viðnum á móti sprautulökkuðum skúffufrontum og fræstum panelum í baki á hillum og eyju.

Brass háfur ásamt smáatriðum úr sama efni eru á eyju í eldhúsinu. Blöndunartæki og vaskur er einnig úr brassi og koma tækin frá Ísleifi.

Óbein LED lýsing er undir öllum hillum sem gefur eldhúsinu fallegan blæ og ýtir undir þau fallegu efni sem eru í eldhúsinu. Tækin eru í skærum appelsínugulum litum og koma frá Smeg og fást í Eirvík.

Innbyggður ísskápur með frystiskúffum er líka frá Eirvík.

Hér má sjá brot úr þættinum og hvernig eldhúsið leit út áður en framkvæmdir hófust.