Ný reglugerð um blóðmerahald tekur gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerðin er frá Evrópusambandinu og felast breytingar með henni meðal annars í því að reglur um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni taka gildi um starfsemina í staðin. Yfirdýralæknir segir það meðal annars skila sér í því að blóð verði tekið úr færri hryssum á hverju tímabili en áður.
Þá munum við líta við á jeppasýningu í Kópavogi en sýningin fer fram í tilefni af fjörutíu ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Meðal þeirra jeppa sem eru til sýnis er fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.