Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 20:00 Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir. „Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira