Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 08:49 Framganga Johnson vakti áhyggjur meðal opinberra starfsmanna stjórnkerfisins. Hann neyddist síðar til að segja af sér, meðal annars vegna partýstands í miðjum kórónuveirufaraldri. AP/Kirsty Wigglesworth Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira