Blackrock eignast yfir fimmtungshlut eftir niðurfellingu á milljarða skuldum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.
Tengdar fréttir

Verður forstjóri Icelandic Water Holdings
Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings.

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum
Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.