Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2023 11:12 Ljóst er að húsið er ónýtt. Fjallabyggð Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu. Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu.
Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira