Ytri Rangá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2023 13:20 Ytri Rangá er klárlega ein af vinsælustu laxveiðiám landsins Veiðin í Ytri Rangá er um það bil 1.000 löxum betri en næsta á á listanum yfir aflahæstu laxveiðiárnar á landinu en Ytri Rangá er komin yfir 3.000 laxa. Rangárnar hafa undanfarin ár verið hæstar á listanum en þrátt fyrir að sleppa seiðum í ánna eru seiðin háð sama lögmáli eins og villtu laxaseiðin þegar út í sjó er komið. Þar eru það aðstæðurnar í hafinu sem stýra því að miklu leit hvernig afföll verða og þar af leiðandi hvernig heimtur verða úr þessum sleppingum. Veiðin hefur oft verið betri í ánni en 3.000 laxar á 18 stangir er engu að síður virkilega góð veiði ef samanburður við náttúrulegu árnar á sér stað. Ef það veiðast 2.000 laxar á tólf stangir í náttúrulegu ánum er það kallað frábært sumar. Þriðjungsviðbót á stöngum og veiddum laxi gefur okkur veiðina í Ytri Rangá í sumar. Það breytir því samt ekki að veiðin er minni en í fyrra en þá veiddust 5.086 laxar. Það er líklegt að með áframhaldi á þokkalegri haustveiði gæti áinn náð svipaðri tölu og í fyrra þegar það veiddust 3.437 laxar. Ef við skoðum síðan lengra aftur þá veiddust 7.451 lax árið 2017, 9.323 laxar 2016 og 8.803 laxar árið 2015. Síðan voru fimm svona frekar venjuleg ár þar á undan með 3.000-5.000 löxum en þar á undan voru svo árin sem voru bilun. Árið 2008 veiddust 14.315 laxar og 2009 veiddust 10.749 laxar. Það eru ansi margir til í að fá svona tölur aftur. Stangveiði Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði Opið bréf til Þingvallanefndar frá Landssambandi Stangaveiðifélaga Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði
Rangárnar hafa undanfarin ár verið hæstar á listanum en þrátt fyrir að sleppa seiðum í ánna eru seiðin háð sama lögmáli eins og villtu laxaseiðin þegar út í sjó er komið. Þar eru það aðstæðurnar í hafinu sem stýra því að miklu leit hvernig afföll verða og þar af leiðandi hvernig heimtur verða úr þessum sleppingum. Veiðin hefur oft verið betri í ánni en 3.000 laxar á 18 stangir er engu að síður virkilega góð veiði ef samanburður við náttúrulegu árnar á sér stað. Ef það veiðast 2.000 laxar á tólf stangir í náttúrulegu ánum er það kallað frábært sumar. Þriðjungsviðbót á stöngum og veiddum laxi gefur okkur veiðina í Ytri Rangá í sumar. Það breytir því samt ekki að veiðin er minni en í fyrra en þá veiddust 5.086 laxar. Það er líklegt að með áframhaldi á þokkalegri haustveiði gæti áinn náð svipaðri tölu og í fyrra þegar það veiddust 3.437 laxar. Ef við skoðum síðan lengra aftur þá veiddust 7.451 lax árið 2017, 9.323 laxar 2016 og 8.803 laxar árið 2015. Síðan voru fimm svona frekar venjuleg ár þar á undan með 3.000-5.000 löxum en þar á undan voru svo árin sem voru bilun. Árið 2008 veiddust 14.315 laxar og 2009 veiddust 10.749 laxar. Það eru ansi margir til í að fá svona tölur aftur.
Stangveiði Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði Opið bréf til Þingvallanefndar frá Landssambandi Stangaveiðifélaga Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði