Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Myndin var gríðarvinsæl sem bakgrunnur fyrir Instagram-myndir, einkum meðal ferðamanna. Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi. Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira