„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:25 Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. ber Matvælastofnun þungum sökum og vill meina að stofnunin skilji hvorki upp né niður í málinu sem varð til þess að veiðar í Hvali 8 voru stöðvaðar. Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira