Ungbarn lést vegna ofskammts af fentanýli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. september 2023 20:53 Búið er að ákæra eigendur dagheimilisins fyrir fíkniefnabrot og manndráp. EPA Eins árs gamall drengur lést eftir að hafa innbyrt fentanýl á dagheimili í Bronx-hverfi í New York borg í síðustu viku. Drengurinn hafði einungis dvalið á dagheimilinu í eina viku þegar harmleikurinn átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði efnið verið falið undir dýnu í hvíldarherbergi dagheimilisins meðan hann hvíldi sig. Þrjú önnur börn á bilinu átta mánaða til tveggja ára voru flutt á sjúkrahús eftir að hafa komist í snertingu við efnið. Eigendur dagheimilisins hafa verið ákærðir fyrir fíkniefnabrot og manndráp í tengslum við málið. Við húsleit á dagheimilinu fannst kíló af fentanýli undir dýnunni þar sem börnin höfðu hvílt sig. Að sögn lögreglu nægir það magn til þess að ráða fimmhundruð þúsund manns bana. Grunsamleg atburðarás Grei Mendez, eigandi dagheimilisins, kveðst ekki hafa vitað að efnin væru inni á heimilinu. Upptökur öryggismyndavéla sýna að Mendez hafi ítrekað hringt í eiginmann sinn eftir að hafa komið að börnunum fjórum, áður en hún hringdi á neyðarlínuna. Þá sést eiginmaður hennar mæta á staðinn og fjarlægja nokkra fulla poka af dagheimilinu, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hann hefur enn ekki gefið sig fram til lögrgelu og leit að honum stendur nú yfir. Þá virðist Mendez hafa eytt um tuttugu þúsund smáskilaboðum úr símanum sínum áður en lögregla lagði hald á hann, að sögn saksóknara. Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Drengurinn hafði einungis dvalið á dagheimilinu í eina viku þegar harmleikurinn átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði efnið verið falið undir dýnu í hvíldarherbergi dagheimilisins meðan hann hvíldi sig. Þrjú önnur börn á bilinu átta mánaða til tveggja ára voru flutt á sjúkrahús eftir að hafa komist í snertingu við efnið. Eigendur dagheimilisins hafa verið ákærðir fyrir fíkniefnabrot og manndráp í tengslum við málið. Við húsleit á dagheimilinu fannst kíló af fentanýli undir dýnunni þar sem börnin höfðu hvílt sig. Að sögn lögreglu nægir það magn til þess að ráða fimmhundruð þúsund manns bana. Grunsamleg atburðarás Grei Mendez, eigandi dagheimilisins, kveðst ekki hafa vitað að efnin væru inni á heimilinu. Upptökur öryggismyndavéla sýna að Mendez hafi ítrekað hringt í eiginmann sinn eftir að hafa komið að börnunum fjórum, áður en hún hringdi á neyðarlínuna. Þá sést eiginmaður hennar mæta á staðinn og fjarlægja nokkra fulla poka af dagheimilinu, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hann hefur enn ekki gefið sig fram til lögrgelu og leit að honum stendur nú yfir. Þá virðist Mendez hafa eytt um tuttugu þúsund smáskilaboðum úr símanum sínum áður en lögregla lagði hald á hann, að sögn saksóknara.
Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira