Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 11:12 Sigmar hefur verið opinn með baráttu sína við fíknina um árabil. Hann segir tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Sigmar bendir á í aðsendri grein á Vísi að fimm einstaklingar hafi látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. „Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum.“ Fimm dauðsföll sé há tala. „En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni.“ Hann segir tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins sé vegna þessa sjúkdóms. Brýnt sé að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. Engin framhaldsmeðferð í boði „SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin,“ segir Sigmar. Hann hefur áður greint frá fíknivanda sínum og þurfti sjálfur að hverfa frá störfum í Kastljósi árið 2015 sökum fíknar. Hann hafði þá verið edrú í átta ár. Hann sneri við blaðinu, mætti aftur til starfa í fjölmiðlum og varð svo þingmaður. Það var því mikið áfall þegar hann féll í sumar. „Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það.“ Sigmar minnir á að ópíóðafaraldur geisar þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. „Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir.“ Sigmar segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra öflugan og hafa skilning á vandanum. „Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf.“ Fólk myndi hugsa öðruvísi ef stefndi í óefni í umferðinni. „Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt.“ Áfengi og tóbak Fíkn SÁÁ Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum. 11. ágúst 2023 15:30 Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins" Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar. 6. febrúar 2022 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sigmar bendir á í aðsendri grein á Vísi að fimm einstaklingar hafi látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. „Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum.“ Fimm dauðsföll sé há tala. „En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni.“ Hann segir tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins sé vegna þessa sjúkdóms. Brýnt sé að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. Engin framhaldsmeðferð í boði „SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin,“ segir Sigmar. Hann hefur áður greint frá fíknivanda sínum og þurfti sjálfur að hverfa frá störfum í Kastljósi árið 2015 sökum fíknar. Hann hafði þá verið edrú í átta ár. Hann sneri við blaðinu, mætti aftur til starfa í fjölmiðlum og varð svo þingmaður. Það var því mikið áfall þegar hann féll í sumar. „Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það.“ Sigmar minnir á að ópíóðafaraldur geisar þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. „Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir.“ Sigmar segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra öflugan og hafa skilning á vandanum. „Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf.“ Fólk myndi hugsa öðruvísi ef stefndi í óefni í umferðinni. „Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt.“
Áfengi og tóbak Fíkn SÁÁ Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum. 11. ágúst 2023 15:30 Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins" Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar. 6. febrúar 2022 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum. 11. ágúst 2023 15:30
Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins" Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar. 6. febrúar 2022 13:32