Yfirskriftin ráðstefnunnar er „Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku?“ Úrræði og þjónusta við fólk með heilabilun á landsvísu.
Fundarstjóri er Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður Alzheimersamtakanna.
Dagskrá:
- „Seiglan, bylting í þjónustu við einstaklinga með heilabilun“? - Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna.
- Að sjá tækifærin í nærumhverfinu - Laufey Jónsdóttir Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings og stoðþjónustu, tengill Alzheimersamtakanna á Akranesi.
- Austrið er rautt og heilabilun - Arnþór Helgason, vinátturáðherra.
- Hvað segiði, eigum við að fara á Greifann? - Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir, aðstandendur.
- Týnd í umskiptum og samskiptum þegar maki hverfur vegna heilabilunar og flytur á langtímaumönnunarstofnun - Olga Ásrún Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og fjölskylduráðgjafi. og fjölskyldum.
- Ef ég gleymi. Kynning á leiknu fræðsluefni um heilabilun - Sigrún Waage, leikkona og sviðslistakennari
- Minnismóttaka SAk, reynsla undanfarinna ára - Arna Rún Óskarsdóttir, öldurnarlæknir SAk.
- Er mamma bara með heilabilun þrisvar í viku? - Bergþóra Guðmundsdóttir, Aðstandandi Alzheimer sjúklings
- Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun - Dr. Kristín Þórarinsdóttir, er hjúkrunarfræðingur og dósent við Heilbrigðis- viðskipta og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Deildu reynslu sinni
Vinkonurnar Ragnheiður Kristín Karlsdóttir og Gunnhildur Skaftadóttir kynntust í gegnum Alzheimersamtökin fyrir rúmum áratug eftir að eiginmenn þeirra greindust með sjúkdóminn. Þær sögðu sögu sína í baráttu við sjúkdóminn í Íslandi í dag í fyrrasumar.
Báðir höfðu þeir þurft að bíða í mörg ár frá því að fyrstu einkenni komu þar til þeir voru greindir, sem fékk mjög á fjölskyldur þeirra.