Fjárfestar gætu fengið miklar vaxtatekjur af Sýn vegna sölu á stofnneti

Líklega mun Sýn greiða „mjög hraustlega“ arðgreiðslu í vor, ef ekki fyrr, eftir sölu á stofnneti. Fjárfestar gætu fengið tugi prósenta í vaxtatekjur miðað við núverandi markaðsvirði, segir í verðmati Jakobsson Capital sem metur hlutabréfaverð Sýnar 67 prósentum yfir markaðsvirði.