„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 24. september 2023 19:31 Ingunn vonast til að árásarmaðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. steingrímur dúi Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47