Finnur Freyr: Nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 21:31 Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Kristófer átti frábæran leik hjá Val með 18 stig og 17 fráköst. Vísir Bára Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn Tindastóli í Meistarakeppni KKÍ. „Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“ Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
„Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“
Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira