Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 11:20 Jóhann Páll fékk sér lúr með syni sínum, mætti svo niður í þing og honum leist sannast sagna ekki á blikuna. hari Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. „Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“ Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“
Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira