Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 23:43 Lögregla skoðar hér aðstæður á vettvangi. Owen Humphreys/PA via AP Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“ England Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“
England Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira