Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið

Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði.
Tengdar fréttir

Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“
Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum.