Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2023 14:01 Strætóstoppistöðin Hólsvegur, sem er að finna hægra megin á myndinni, mun brátt heyra sögunni til. 150 metrar eru í næstu stöð, það er Sunnutorg. Vísir/Arnar Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira