Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 11:36 Petra De Sutter tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra árið 2020. Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. „Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki. Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki.
Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira