Þurfti að læra allt upp á nýtt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 00:06 Svava hlaut mænuskaða fyrir tveimur árum þegar króna úr pálmatré féll á borð hennar og vinkvenna á veitingastað á Tenerife. Hún heimsótti slysstaðinn aftur í ár sem hún segir að hafi verið nauðsynlegt. aðsend Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210. Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210.
Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira