Ísraelsferð níutíu Íslendinga í uppnámi en allir heilir á húfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2023 17:25 Aðsend/AP Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu. Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira