Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög.
Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton.
Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða.
Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX
— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023
Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun.
Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið.
Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar.