Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 12:22 Ráðherrarnir funduðu í morgun og efndu til blaðamannafundar fyrir stundu. Þessi mynd er hins vegar frá því í mars á þessu ári. epa/Atef Safadi „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira