Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 12:57 Ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi hafa bannað stuðningssamkomur fyrir Palestínumenn. Getty/Gregor Fischer Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01