„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 20:53 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir ekki hægt að deila um að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasaströndinni af Ísraelsmönnum. Vísir/Arnar Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. „Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11