











Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg í undankeppni EM 2024. Stórtíðindi leiksins urðu þau að Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í langan tíma og Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni.