Finnski ríkisfjölmiðillinn YLE greinir frá þessu í morgun. Þar segir að hann hafi andast snemma í morgun í Helsinki.
Ahtisaari var forseti Finnlands á árunum 1994 til 2000. Árið 2008 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir vinnu sína sem sáttasemjari í röð vopnaðra deilna um allan heim, meðal annars í Aceh-héraði í Indonesíu, Kósovó, Serbíu, Namibíu og Írak. Hann er eini Finninn til þessa sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels.
Snemma á felinum starfaði hann í utanríkisþjónustu Finna og síðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann bauð sig fram til forseta sem frambjóðandi Jafnaðarmanna árið 1994 og varð þá tíundi forseti Finnlands og sá fyrsti til að verða kosinn í beinni kosningu.
Ahtisaari dró sig í hlé árið 2021 vegna glímu við heilabilun.