Vill skoða sameiningu við Mosfellsbæ og Seltjarnarnes Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 15:49 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Egill Aðalsteinsson Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leggja til að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“ Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira