Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 13:10 Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú. Svíþjóð Belgía Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú.
Svíþjóð Belgía Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira